Image

Orðið “b’riyt” eða sáttmáli kemur frá hebresku og þýðir:
“Að velja það besta!”

Image
Image
Image
Image
Image

Orðið “chathunnah” eða gifting kemur frá Hebresku og þýðir “bandalag, dvelja saman, vera eign hvors annars”

Sáttmáli hjóna

Sáttmáli hjónabands er um þessi atriði

Elska hvort annað af öllu hjarta!
Heiðra hvort annað bæði í orði og í verki
Tala fallega við hvort annað
Tala vel um hvort annað útávið
aldrei gera lítið úr makanum
Tala um góðu hlutina í fari maka þíns við aðra
Aldrei blóta maka þínum
Segja hvort öðru sannleikann
Ekki ljúga að maka þínum
Vera hreinskilin
Elska friðinn og keppa að halda friðinn
Trúmennska til enda veraldar
Stefna að því að eiga sömu markmið
Ekki gera neitt vont sem er á kostnað maka þíns

Hlúa að ástinni
Gera skemmtilega hluti saman
Finna út úr því hvað maka þínum finnst
skemmtilegt að gera
Gera reglulega eitthvað nýtt saman
Spá í rómantíkina og framkvæma reglulega
eitthvað fallegt eða spennandi fyrir maka þinn

Fyrirgefa
Gera ráð fyrir mistökum og vera fyrri til að fyrirgefa
Fyrirgefa mistök í orði, verki eða starfi
Læra af mistökunum og leggja sig fram að gera ekki mistök
Gleyma mistökum ef það er búið að fyrirgefa
Fyrirgefning er það sama og að gleyma, minnast ekki á mistökin framar.

Traust
Treysta hvort öðru 100%
Vera traustsins verð
Keppa að því að vera manneskja sem hægt er að treysta á.

Þolinmæði og umburðarlyndi
Vera þolinmóð/ur við maka þinn
Umbera hvað sem er / sýna langlyndi og þolinmæði
Tala fallega til hvors annars

Deilur
Ekki vera reiður / reið of lengi
Aldrei fara að sofa nema að gera upp málin
Aldrei sýna hroka eða setja sig á háan hest
Umbera galla og veikleika hvors annars
Aldrei öskra á maka þinn ef þið eruð ósammála
Sýna þolgæði og langlyndi undir álagi.

Auðmýkt og jöfnuður
Keppa að því að vera auðmjúk við hvort annað
Aldrei setja sig yfir maka sinn
Sáttmálinn er um 50% x 50% regluna
Báðir aðilar skipta jafn miklu máli
Allt þarf að ræða og einræði er úr sögunni
Þú veist ekki best - þú veist 50% best og álit maka þíns skiptir jafn miklu máli og þitt álit
Vita ekki betur en sáttmálinn
Keppa að því að halda sáttmálann
Sáttmálinn gildir og ef annar minnir á að það sé verið að brjóta sáttmálann þá þarf að bera saman verkin eða orðin við sáttmálann. Vera fljót að skoða hjarta sitt og biðjast fyrirgefningar

Kynlífið
Kynlífið er fyrir hjón til að uppfylla jörðina og til ánægju
Kynlíf er aðeins á milli hjóna
Engin/n utanaðkomandi má koma á milli kynlífs hjóna
Allt sem hjón leyfa á milli sín er leyfilegt en bæði þurfa að vera 100% sammála.
Stunda gott og heilbrigt kynlíf til uppbyggingar báðum aðilum
Ekki halda fram hjá maka
Ekki daðra við hitt kynið því daður getur eyðilagt traust

Börn, barnabörn, og barnabarnabörn
Ekki gera uppá milli barna því öll börn og barnabörn skipta jafn miklu máli 
Gera jafn mikið fyrir öll börnin skv. efnum.
Bera jafna ábyrgð á börnum
Hjálpast að við uppeldið og hlusta á börnin
Skapa fallegar góðar æskuminningar fyrir börnin
Hjálpast að hugsa vel um börnin og barnabörn og börn þeirra.
Kenna börnum okkar trú til að þeim vegni vel og vernd sé yfir þeim.

Heimilið
Búa til fallegt heimili
Hlúa að velferð heimilisins
Báðir aðilar lofa að gera sitt til að gera heimilið að skjóli
Skjól fyrir hvort annað og börn og barnabörn o.fl.
Sanngjörn verkaskipting
Keppa að því að halda frið á heimilinu
Vera þakklát fyrir það heimili sem þau eiga hverju sinni

Fjölskyldan og ættingjar
Allir fjölskyldumeðlimir eru jafnir
Ekki gera upp á milli aðila
Sýna öllum jafn mikla umhyggju á báða bóga
Ættingjar og fjölskylda beggja aðila skal sýnd jafn mikil virðing, áhuga og umhyggja.
Sýna liðsheild ( Teamwork )
Vinna ávallt að uppbyggingu og gera allt vel.
Menntun og starf
Bæði eiga sama rétt á menntun og öllu því sem menntun tengist.
Vinna að því að vera sammála um menntun og starf hvors annars.
Taka þeim kjörum sem guð gefur á öllum tímum
Vera þakklát fyrir allt

Heilsa og fæða
Láta sig varða ef einhver veikist og hlúa að með kærleika
Báðir skipta jafn miklu máli, bæði hvort sem um er að ræða kostnað við  lækningu, líkamsrækt eða mataræði.
100% jafnaðarstefna og báðir aðilar hlúa að heilsu hvors annars.
Ef einn veikist - þá hlúir hinn að honum og lætur sig skipta máli að hann eða hún fái þá hvíld sem þau þarfnast til að ná heilsu

Ættingjar og vinir
Báðir aðilar þurfa að vera sáttir við vinavalið
Makinn er alltaf tekinn fram yfir vini og skoðanir maka eru mikilvægari en skoðanir vina eða fjölskyldu
Allir vinir, kunningjar, vinnufélagar, æskuvinir og fjölskylda skipta jafn miklu máli.
Koma vel fram við vini og kunningja beggja aðila

Ábyrgð
Báðir aðilar taka jafn mikla ábyrgð á öllu
Bera ábyrgð á sjálfum sér  og verkum.

Sanngirni
Báðir aðilar þurfa að keppa að því að vera með
jafnréttishugsun  (50% x 50%)

Gagnsæi
Ekki ljúga, segja hvíta lygi eða blekkja hvort
annað eða aðra.

Eigur og skuldir
Eftir staðfestingu á sáttmála eiga hjón saman það sem aflað er, bæði nýjar eigur og skuldir hvors annars
Sameiginleg fjárráð
Hreinskilni í peningamálum
Eyða ekki meira en aflað er
Allt sem aflað er og eytt er - er sameiginlegt
Jöfn ábyrgð á nýjum lánum sem og nýjum eigum

Fyrri skuldir og eignir
Best er að báðir aðilar eigi allt sameignilega og 50% x 50% regan í heiðri höfð.
Ef annar aðilinn kemur með miklar skuldir inn í hjónabandið eða annar mikið af eignum er stundum skynsamlegt að skrifa undir kaupmála en þetta er matsatriði sem best er að meta áður en hjón skrifa undir. 

Örlæti og eyðsla
Vera örlát við hvort annað og aðra skv. efnum.
Ekki eyða umfram efni - hvort sem er í gjöfum eða öðru.
Vera þakklát fyrir allt, bæði lítið sem og mikið.

Frelsi
Það er frelsi til að gera allt sem samræmist
sáttmálanum og er til uppbyggingar hjóna.
Fullkomið frelsi til að gera hluti sem hafa jákvæða afleiðingu fyrir báða aðila, vini og fjölskyldu.

Dugnaður
Báðir aðilar eru hvattir til að sinna sínu og lifa skv. þessum sáttmála.
Báðir aðilar eiga að vera duglegir í öllu sem þau taka sér fyrir
hendur ásamt reglulegri hvíld.
Báðir aðilar eiga að vinna að því að byggja upp mannorð sitt og orðspor hvors annars, hlúa að trausti, öryggi og vinna að því að hafa reglu á hlutunum til að allt fari vel.
Gera allt vel.
Báðir aðilar eru hvattir til að hlúa að karakter sínum og skoða orsök og afleiðingu til að skilja að það sem þú gerir öðrum það mun koma til þín á einn eða annann hátt.

Trú
Rækta trú sína saman.
Vinna að því að eignast sama skilning á trúarlífinu og tilgangi trúarinnar.
Keppa að því að þekkja og framkvæma vilja Guðs sem er bara góður fyrir báða aðila.

Sáttmálinn
Enginn er þrælbundin/n þessum sáttmála.
Sáttmálinn er val hvers og eins og góð viðmiðun
Best er að báðir aðilar langi til þess að halda sáttmálann og keppi eftir því að uppfylla öll atriðin.
Ef annar aðilinn hefur engan áhuga að uppfylla sáttmálann eða brýtur sífellt af sér án þess að biðjast fyrirgefningar eða reyna að bæta sig þá þarf að meta hve alvarleg brotin eru og hvort það þurfi að koma til skilnaðar.
Ef báðir aðilar eru að uppfylla sáttmálann þá er útkoman hamingjusamt líf.
Orðið skilnaður á ekki að minnast á ef sáttmálinn er heiðraður á báða bóga.

Brot á sáttmála
Ef hjón eru sífellt að brjóta sáttmálann eða hafa ekki áhuga að reyna að uppfylla sáttmálann þá er hægt að fara fram á skilnað og hann þá veittur.

Publish modules to the "offcanvs" position.